Förum finnsku leiðina í menntun

Förum finnsku leiðina í menntun

Tökum okkur finnska menntakerfið til fyrirmyndar í auknum mæli. Stefnum að fjölbreyttara námsmati, auknu jafnvægi á milli bóknáms, verknáms, listnáms og annarra greina, minna heimanámi, smærri bekkjum o.fl.

Points

Það horfa allir til þess árangurs sem Finnar hafa náð í menntakerfinu sínu. Þeir hafa náð þeim árangri með því að endurskipuleggja kerfið frá grunni, auka veg og menntun kennara, endurskoða gamlar hefði um próf og margt fleira.

Það er margt gott sem við getum lært af finnska skólakerfinu og annað sem við viljum ekki innleiða hjá okkur. Við þurfum fyrst og fremst að skapa okkar eigin áherslur í menntakerfinu, m.a. með því að sækja fyrirmyndir annarsstaðar frá, með vítækri samræðu og með aukinni fagmennsku á öllum stigum kerfisins.

Það væri ágætt fyrsta skref að fleygja aðalnámsskránni og horfast í augu við hversu galið það er að ætla að skilgreina miðlægt hvað er öllum fyrir bestu að kunna og troða því svo með valdi inn hausinn á öllum, burtséð frá þroska, áhuga, getu og vilja. Það er pottþétt leið til að steindrepa áhuga á því að læra. Horfum í mun róttækari átt en til Finnlands, t.d. til Sudbury Walley School, sem er stórmerkileg nálgun á menntun. Byggjum upp kerfi sem MENNTAR fólk, í stað þess að SKÓLA það til

Yfirvöld ættu ekki að stjórna skólastarfi í slíkum mæli að skólum sé uppálagt að beita tilteknum aðferðum, og það er stefna Pírata að skólar, kennarar og nemendur eigi að hafa mikið frelsi í því hvernig þeir haga kennslu sinni og námi. Auk þess er hæpið að vísa í "finnsku leiðina", þar sem ekki er hægt að segja á skýran hátt hvað það felur í sér.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information