Nýr spítali á góðum stað til framtíðar

Nýr spítali á góðum stað til framtíðar

Setjum af stað faglega, óháða staðarvalsgreiningu á helstu mögulegum staðsetningum nýja Landspítalans á höfuðborgarsvæðinu. Þeirri úttekt ætti að vera lokið innan árs og ætti að taka mið af svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og þróun íslenskrar heilbrigðisþjónustu til framtíðar. Í kjölfarið verði landsmönnum falið að velja milli helstu valkosta í vandaðri viðhorfskönnun eða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Points

Þetta myndi gríðarlegar fjárhæðir til framtíðar að velja rétt núna og vera mikilvægt skref fyrir líf og heilsu sjúklinga. Enn er ekki hafin bygging á meðferðarkjarnanum sem verður mesta aðgerðin sem fara á í við Hrnigbraut, það mun taka langan tíma að endurbæta gamalt húsnæði og þegar því verður lokið mun sjúkrahúsið þegar hafa sprengt utan af sér. Tökum upplýstsa ákvörðun um hvar okkar framtíðarsjúkrahús eiga að vera nú þegar, frekar en að gráta sorgleg mistök síðar meir.

Ég tel rétt að við' höldum okkur við að byggja Nýjan Landsspítala við Hringbrautina - í góðum tengslum við Háskóla Íslands

Það er hættulegt fyrir okkur sem þjóð að við vöndum okkur ekki þegar það kemur að því að velja staðsettningu þjóðarsjúkrahúsins.. Í miðbæ Reykjavíkur eru tveir menntaskólar, tveir háskólar, flest hótelinn, mesta umferðinn, lélegt aðgengi o.f.l sem seigir okkur það að það er enginn kyrrð né ró eða þægindi fyrir það fólk sem þarf á þjónustuhúsins. Ofan á allt er núverandi bygging í lélegu ásigkomulagi og verður að gera við núverandi byggingu áður en byggt er við hana. Við verðum að vanda okkur hér

Núverandi spítali við Hringbraut er að miklu leyti svo illa farinn að ekki er hægt að laga hann nógu vel svo hann sé gagnlegur. Loftgæði í mörgum rýmum spítalans eru svo slæm vegna rakaskemmda&myglu að þau eru heilsuspillandi. Spítali á að vera staður sem hjálpar manni að batna, ekki sem veikir mann. Það er fáránleg tilhugsun að þegar ég þurfti á þjónustu spítalans að halda vegna krabbameins, þá leið mèr svo illa af loftgæðum spítalans að aðgerðin vegna krabbameinsins var smámál í samanburðinum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information