Þjónusta tannlækna verði hluti af sjúkratryggingum

 Þjónusta tannlækna verði hluti af sjúkratryggingum

Tannheilsa er órjúfanlegur þáttur í heilsu einstaklinga og engin ástæða til að aðskilja hana sérstaklega frá annarri heilbrigðisþjónustu. Stefnt skal að því að þjónusta tannlækna verði hluti af sjúkratryggingum.

Points

Það er engin reisn í því að geta ekki sinnt heilsu sinni, efnahags síns vegna. Að fá að lifa með reisn er frumatriði í heilbrigðu samfélagi.

Tannheilsa er mikilvæg og á að vera eins ódýr og mögulegt er - helst ókeypis

Það er út í hött að ef hnèð á mèr brotnar þá þarf èg lítið að borga fyrir aðgerð til að laga það en ef það brotnar í mèr tönn þá þarf ég að borga öll mánaðarlaunin mín, eða meira, til að láta laga hana. Tennurnar eru jafn mikill hluti af líkama mínum og beinin.

Auðvitað á tannlæknaþjónusta að vera hluti af sjúkratryggingum. Heilbrigðisvanda í tönnum og munnholi þarf að sinna eins og öðrum vanda og það á ekki að liggja á herðum einstaklinga að bera íþyngjandi greiðslubyrði vegna þessa. Það eru ekki til nein rök fyrir því að fólk eigi að greiða allan kostnað eða meiri hluta hans. Slíkt virkar eins og einskonar refsing fyrir það að hafa þennan heilbrigðisvanda. Hvað réttlætir það?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information