Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara lög nr. 103/1994

Jöfnun á flutningskostnaði olíuvara lög nr. 103/1994

Jöfnun á flutningskostnaði vegna eldsneytis til millilandaflugs er ekki til staðar sem hefur áhrif á millilandaflug á Akureyri og Egilsstöðum. Eldsneytið kemur til landsins stutt frá KEF en aðrir flugvellir geta ekki boðið sambærilegt verð. Það getur ekki verið flókið að fella flugvélaeldsneyti til millilandaflugs undir lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara nr. 103/1994. Hærri eldsneytiskostnaður hamlar millilandaflugi á þessum tveimur flugvöllum og dreifingu ferðamanna um landið.

Points

Þetta er jafnréttismál fyrir landsbyggðina og hefur áhrif á það að ferðaskrifstofur og flugfélög bjóði upp á millilandaflug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. Mikilvægt er að dreifa álagi vegna ferðamanna um allt land og með reglulegu millilandaflugi til þessarra staða er hægt að gera það. Ferðamenn vilja einnig skoða aðra landshluta en suðvestur hornið án þess að þurfa að fara í gegnum Keflavík og höfuðborgarsv. Íbúar á þessum svæðum munu einnig fá aukin tækifæri til ferðalaga á milli landa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information