Sporna við kennaraskorti í leik- og grunnskóla

Sporna við kennaraskorti í leik- og grunnskóla

Mikill fjöldi leikskóla- og grunnskólakennara starfar ekki við kennslu og kennaranemum hefur fækkað svo mikið á undanförnum árum að kennaraskortur er yfirvofandi. Aðeins þriðjungur þeirra sem vinna á leikskólum eru menntaðir kennarar. - Kjarninn.is

Points

Styttum kennaranámið!

Ný­út­kom­in skýrsla frá Rík­is­end­ur­skoðun um kostnað og skil­virkni kenn­ara­mennt­un­ar á Íslandi leiðir í ljós fyr­ir­sjá­an­leg­an kenn­ara­skort á land­inu. Í skýrsl­unni kem­ur fram að skráðum nem­end­um við kenn­ara­deild­ir Há­skóla Íslands og Há­skól­ans á Ak­ur­eyri hafi fækkað um 35% frá ár­inu 2009 og að 51% færri ný­nem­ar voru skráðir í deild­irn­ar haustið 2016 sam­an­borið við haustið 2009. - Mbl.is

Það þarf að gera vinnuumhverfið í grunnskólunum þannig að kennarar VILJI vinna þar. Álagið er mjög mikið og auknar kröfur úr öllum áttum verða til til þess að kennarar brenna út og leita fremur í önnur störf. Kennslan sjálf og menntun barnanna okkar er löngu orðið aukaatriði en skráningar og skriffinska, fundaseta, oft fundanna vegna (!) og samskipti við foreldra, þ.m.t. útgáfa fréttabréfs með myndum frá starfi vikunnar sem kennarar búa til og senda heim oft vikulega, tekur upp tíma og orku.

Menntun er mikilvæg. Góður kennari er ómetanlegur. Laun og starfsumhverfi kennara þarf að vera með þeim hætti að fólk fáist til að vinna í leik- og grunnskólum.

Til að fá kennara til baka inn í skólana væri hægt að bjóða þeim að fella niður námslánin. Kennari skuldbindur sig ákveðinn tíma í skólakerfinu og fær á móti niðurfellingu skulda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information