Loftslagsmál 5

Loftslagsmál 5

Það er margt sem hægt er að gera til að takast á við loftslagsvandann: • Skipa ráðherra loftslagsmála í næstu ríkisstjórn. • Fullgilda viðauka 6 við Marpol samkomulagið til að tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu. • Hætta allri olíuleit og stöðva allar hugmyndir um olíuvinnslu tafarlaust. • Ákveða að eftir árið 2025 verði innflutningur bifreiða sem brenna jarðefnaeldsneyti bannaður og háður sérstökum undanþágum. •

Points

Og rækta skóg!

Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni eru alvarlegar; hitastigið hækkar, gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess kunna að verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Það er því mikið í húfi og að óbreyttu er ekkert annað framundan en náttúruhamfarir.

"...tryggja að þau skip sem sigla í íslenskri landssögu brenni ekki verstu tegund af olíu." Stórt skref í rétta átt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information