Betri strætóskýli um allan Kópavog

Betri strætóskýli um allan Kópavog

Koma fyrir strætóskýlum sem eru lokuð á allar hliðar með hurð og hafa heitan ofn inni.

Points

Eitt helsta vandamálið við að nota strætó er að þurfa að standa úti í öllum veðrum og bíða eftir vagninum. Helkaldur og gegnblautur bíður farþeginn í stað þess að geta komist inn í hlýjuna og skjól meðan beðið er. Það er lítið mál að koma fyrir vatnsofni í skýlinu og kostar ekki mikið til lengri tíma litið. Sjálfsagt þurfa allar hliðar að vera gegnsæar, úr gleri og þá bara eftirlitsmyndavél til að hafa eftirlit með skemmdarverkum. Svo mætti nú alveg hafa samkeppni meðal arkitekta um strætóskýli.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information