Almennilegt útivistarsvæði í Kópavogsdal

Almennilegt útivistarsvæði í Kópavogsdal

Kópavogsdalurinn, vestan við Digranesveginn, yrði breyttur og bættur meira í líkingu við Klambratún í Reykjavík með skjólsælum grasflötum og öðrum gróðri og jafnvel leiktæki fyrir börn. Svæðið milli gangstíganna tveggja yrði þannig nýtanlegra en það er í raun þar sem lítið sem ekki neitt er það fyrir.

Points

Á svæðinu milli gangstíganna er ekkert nema einn göngustígur, villigróður og einhverjar trjáhræður sem er ekki mikið fyrir augað eins og stendur. Ef þessu svæði væri breytt yrða það strax vistlegra og vænlegra. Þar gætu börn leikið sér, fólk slappað af á sumrin og margt fleira. Þetta er að vísu ekki stórt svæði en það væri hægt að gera það svo miklu betra en það er.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information