Endurnýjun leikvallarins í Daltúni

Endurnýjun leikvallarins í Daltúni

Litlir leikvellir innan húsahverfa eru af hinu góða þar sem börn geta leikið sér á svæðum nálægt heimilum sínum. Á milli húsaraða í Daltúni er nú leikvöllur á góðum stað. Hann má þó muna fífil sinn fegri þótt kettir hverfisins séu eflaust ánægðir með sandkassann sem þeir nýta óspart sem útikamar. Það þarf vart að taka fram að börnin í hverfinu fá ekki mikið að leika sér í sandkassanum fyrir vikið. Hér er lagt til að leikvöllurinleikvöllurinn verði endurgerður.

Points

Í hverfinu á sér stað fasi umskipta þar sem fjölskyldum með ung börn fjölgar í götunum. Þörf er fyrir leikvöll í húsahverfinu en næsti leikvöllur er við Snælandsskóla og af hinu góða af hafa leikvöll nær heimilum. Skemmtilegt væri ef svæðið væri grænna, til að mynda grasflötur í stað perlumalarinnar. Jafnvel mætti stækka grasflötinn á kostnað grófs malbiksins í kring. Rólur og rennibraut er alltaf klasískt en svo er til margt annað sniðugt, s.s. klifursteinn sem jafnframt er rennibraut.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information