Heilmalbikun á Eskihvammi

Heilmalbikun á Eskihvammi

Það er orðið tímabært að heilmalbika Eskihvammsbrekkuna. Lappað hefur verið upp á götuna margsinnis með bótum hér og þar en nú er svo komið að mjög leiðinlegt er að keyra þessa brekku þar sem bílarnir hoppa og skoppa. Það eru sprungur og holur í kringum bæturnar og ástandið mun líklega versna í vetur, nema inn í sé gripið. Það væri til fyrirmyndar að fá loksins heilmalbikun á götuna til þess að gera hana öruggari fyrir veturinn.

Points

Gatan er holótt. Gatan er sprungin. Gatan fer illa með bílana. Ástandið mun versna með frosti og snjó.

Sammála Guðlaugu bý við þessa götu hún er bara hræðileg marg búið að gera smá viðgerðir sem duga ekkert .Sumarstarfsmenn ykkar geta staðfest þetta fara margar ferðir á dag upp og niður með tileyrandi látum með kerrur og dót sem manni er boðið upp á .ættuð að vera þarna á sumrin

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information