Bætt hljóðvist við Arnarnesveg

Bætt hljóðvist við Arnarnesveg

Hljóðmön verði sett á milli Arnarnesvegar og húsa við Arnarsmára.

Points

Leikskólinn við Arnarsmára stendur að hluta til við Arnarnesveg þar sem umferð hefur aukist frá því að vegurinn var opnaður upp frá "fljúgandi hingtorgsdiskinum" upp í Salahverfi. Þarna er því hávaðamengun sem ekki getur verið góð fyrir börnin sem eru við leik á leikskólalóðinni. Æskan er það sem þarf að hlú sem allra best að og þar með talið er að hafa umhverfið þar sem þau verja stórum hluta dagsins þannig úr garði gert að sómi sé að.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information