Kópavogsdalur. Hugmynd frá vefpósti.

Kópavogsdalur. Hugmynd frá vefpósti.

Ég legg til að hin háu aspartré í Kópavogsdalnum verði lækkuð eða felld, en trén hafa vaxið gríðarlega á síðustu árum og eru nú orðin svo há að þau taka orðið allt útsýni til suð-vesturs frá húsum í Suðurhlíðum Kópavogs.

Points

Gróðursetning trjánna á sínum tíma var alger tímaskekkja og hæfa engan veginn Kópavogsdalnum eins og hann er nú. Lægri tré hefðu fallið betur að umhverfinu í stað þessara spíra sem hækka og hækka. Smáralind og byggðin þar í kring, sést varla lengur úr húsum í Suðurhlíðunum og meira að segja Turnarnir tveir sjást ekki lengur frá húsum neðst í dalnum.

Trén skapa skjól í dalnum og gera hann vistlegri fyrir vegfarendur, auk þess sem þau draga úr mengun, bæði loftmengun og sjónmengum af bílaumferð.

Flest viljum við hafa gott útsýni úr húsum okkar og hafa íbúar í Suðurhlíðum Kópavogs á undanförnum árum getað notið fallegs útsýnis til suðvesturs, sérstaklega þegar rökkva tekur, en þá er virkilega fallegt að virða fyrir sér ljósin frá Smáralindarsvæðinu og ekki síst ljósin í Turnunum tveimur. Þetta útsýni er um það bil að hverfa frá húsum í Suðurhlíðunum og er reyndar alveg farið frá húsum neðst við dalinn vegna aspartrjáa sem rísa eins og súlur upp í loftið og bera við himinn.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information