Götukantur og gangbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Götukantur og gangbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Setja kannt við Lækjasmára, á horni Dalsmára og Lækjasmára.

Points

Setja kannt við Lækjasmára, á horni Dalsmára og Lækjasmára. Þarf að steypa kant við gangbrautina á Dalsmára, við þrenginguna. Umferðin sem keyrir inn í Lækjasmára hægir ekki á sér vegna vöntunar á kanti. Og sestja gangbraut við Lækjasmára 1.

Sammála, allt allt of mikill hraði þarna (hraðaljósið við Læk leikskóla nær ekki hingað) og mikið um börn að leik og gangandi fólk á þessu horni.

Það mætti amk mála brotalínu milli akgreina í Lækjasmáranum til að minnka líkur á að bílar fari yfir á hina akgreinina í blindbeygjunni til að stytta sér leið. Sú beygja er stórhættuleg í núverandi mynd. Hugsanlega er líka hægt að setja umferðaspegil á staur til að sjá fyrir hornið.

Já takk !! Þetta horn er með öllu stórhættulegt og algjör dauðagildra!! Sjálf á ég barn sem keyrt var á meðan hún var að leik fyrir utan húsið okkar hér á horninu! Bílarnir taka beygjuna úr þrengingunni og inn lækjasmarann á svo miklum hraða að börnin ná ekki að forða sér ! Í stað 90 beygju er beygð aflíðandi beygja og sveigt yfir á hina akreinina og svo tekið á fullum hraða inn götuna að leiksvæðinu og svo kemur beygjan hjá nr 9-11 og þar er alveg blint svæði sem er stórhættulegt fyrir börnin

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information