Klára frágang á malarplönum við Kórinn

Klára frágang á malarplönum við Kórinn

Klára frágang á malarplani austan Kórsins milli Kórsins og Vindakórs. Einnig klára hitt malarplanið norðan við Kórinn.

Points

Bílar keyra hættulega hratt í gegnum malarplanið austan Kórsins þar sem oft er mikið af börnum á gangi, auk þess er engin lýsing sem gerir þetta hættulegt svæði fyrir gangandi. Mikið ryk leggur einnig yfir Vindakór/Vallakór útaf malarplaninu við Kórinn.

Þetta fær mitt atkvæði. Keyri þarna nánast á hverju degi með barn í dansskólann. Á veturnar er þetta til skammar, planið ísilagt eða slabb og holur.

Mikil þörf að mínu mati að malbika og klára að ganga frá þessu bílaplani. Gífurleg umferð þarna og mikill hraðakstur. Tala nú ekki um allt rykið sem þeytist yfir íbúana í nágrenninu

Þetta er mjög hættulegur staður fyrir gesti og gangandi að fara um, umferðin þarna er hættulega hröð og það er léleg eða svo til engin lýsing þarna á milli. Einnig vantar frágang á milli lóðamarka svo að umferðin í gegnum garða íbúahúsa minnki frá Kórnum.

Íbúar í kring eru orðnir langþreyttir á þessum sóðalegu malarplönum. Það kemur ofboðslegt ryk inn um glugga, bílar spóla á planinu o.s.frv. Svo er staðið í að rykbinda planið fyrir alla stóra viðburði. Maður gæti því trúað að malbikun væri sparnaður til lengri tíma.

Planið veldir óþrifnaði a heimilum, húsagörðum og rúðum - arfabeð við lóðarmörk við planið eru bænum til skammar. Akstur yfir planið er allt of hraður en það er reyndar vandamál sem auðveldlega mætti leysa með því að loka innakstur á planið fra heshúsu - enginn vilji til þess. Tilraunir til að gera leiðina yfir planið öruggari fyrir skólabörn eru lítið meira en vandræðalegar.

1. Þarna keyra bílar alltof hratt. 2. Þarna er skóli og þar af leiðandi eru börn að ganga og hjóla þarna fram og til baka. 3. Rikmökkur leggur yfir Vindakór og Vallakór með tilheirandi pirringi íbúa yfir því að geta ekki haft glugga oppna án þess að þurfa að vera með afþurkunarklútinn og riksuguna á lofti allan daginn. 4. Lýsingin á svæðinu er engin eða allavega af skornum skammti og þarf að laga.

Bílar keyra mjög hratt á malarplaninu (gegnumakstur) Mikið ryk berst inn í íbúðir í nágreninu. Njóli og arfi vex á lóðarmörkum við Vindakór og þar er einning ófrágengin göngustígur milli Vindakór 10-12 og 14-16 sem engin notar í dag þar sem hann er mjög grófur og endar í mikklum bratta sem sagt ónothæfur. Núverandi frágangur er til skammar fyrir Kópavog.

Ég skil ekki af hverju þetta bílaplan hefur orðið útundan hjá bænum, það eru margar ástæður fyrir því að það þarf að klára þetta mál, ein er sú að það er ekki hægt að ganga almennilega frá lóðum við þær blokkir sem liggja þarna að planinu, önnur er sú að rykdrullan af planinu berst yfir garðana í kring og börnin verða drullug eins og þau hafi rúllað sér upp úr mold þegar þau eru búin að vera úti í garði að leika. Rykið berst líka inn í íbúðir svo að fólk þarf að vera alltaf með tuskuna á lofti.

Mikil og hröð umferð á þessu ómalbikaða bílastæði. Engin lýsing og mikið um að bílar bruni þarna í gegn til að stytta sér leið yfir í Kórinn. Laga þetta sem fyrst, það á ekki að þurfa kjósa um þetta, þetta á bara að laga!

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information