Leggja rafmagnsleiðslur í bílastæði. Hugmynd af íbúafundi.

Leggja rafmagnsleiðslur í bílastæði. Hugmynd af íbúafundi.

Leggja rafmagnsleiðslur / innstungurí bílastæði hjá fjölbýlishúsum. Þannig getum við öll tekið þátt í að nota vistvænni ferðamáta og stuðla að (Parísarsamkomulaginu) hreinna umhverfi.

Points

Kópavogur gæti einnig gert þetta í rekstrarformi þannig að hægt sé að láta íbúana, sem nýta sér þetta, taka þátt í að greiða verkefnið niður.

Skortur á hleðslustöðum fyrir rafbíla í hverfinu hefur það í för með sér að þeir sem búa í fjölbýlishúsum er gert mjög óhægt um vik að eiga rafbíl. Kostnaður við að koma upp hleðslustöð fyrir utan fjölbýlishús hleypur á hundruðum þúsunda króna því grafa þarf upp og tengja rafmagnið út úr inntaki íbúðar sem hyggst nota rafbílinn auk þess að kosta til uppsetningar á sjálfri hleðslustöðinni. Það væri til bóta ef bæjaryfirvöld settu upp örfáar hleðslustöðvar á völdum stöðum í hverfinu.

Mer finnst þetta eiga að greiðast af husfélagi viðkomandi fjölbýlishúss, en ekki af bænum.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information