Frisbígolfvöllur í Guðmundarlund

Frisbígolfvöllur í Guðmundarlund

Frisbígolf er skemmtileg fjölskylduafþreying og frábært lýðheilsumál sem hentar öllum aldurshópum. Nú í sumar opnaði fyrsti frisbígolfvöllurinn í Kópavogi og sló hann strax í gegn. Guðmundarlundur er mjög hentugt svæði fyrir frisbígolfvöll en flestir vellir erlendis eru einmitt á stöðum sem minna á Guðmundarlund.

Points

Ódýrt sport sem hvetur fólk til hreyfingu.

Frábær afþreying sem flestir geta tekið þátt í. Ódýrt sport sem er nú þegar orðið gríðarlega vinsælt og vex hratt. Vellirnir við Dalveg og í Fossvogi eru vel nýttir og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að setja upp annan slíkan í Guðmundarlundi, enda mikið um ungar fjölskyldur í nágrenninu.

Frisbìgolf (e. Disc Golf) er fràbær efling til aukinnar lýđheilsu og tel èg eins og margir ađrir hèr ađ þetta landsvæđi væri tilvaliđ fyrir fallegan og vel skipulagđan frisbìgolf völl/garđ. Gaman þætti mèr ađ sjà flottan 18 brauta völl ì Kòpavogi sem slær Gufunes-vellinum ì Rvk ùt 😉⛳🏃🏆

Þetta sport fær unga sem aldna og fjölskyldur til þess að fara " út að leika ". Tilvalinn staður fyrir frisbígolfvöll.

Frábær hreyfing fyrir unga sem aldna. Ódýrt sport og þrælskemmtilegr.

Jákvæð aukanýting á fallegu svæði sem myndi draga að frekari útivist. Frisbígolf er heilbrigð og góð fjölskylduíþrótt sem er á hæfi nánast allra að njóta.

Fullkomið sport fyrir alla, konur og kalla, unga sem aldraða. Fleiri vellir kalla á fleiri iðkenndur og þar af leiðandi betri lýðheilsu. Þar sparar rikið í heilbrigðismálum.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Vatnsenda. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Besta ìþròtt ì heimi! Kostar ekkert að spila. Kostar lìtið að byrja. Allir geta spilað, ungir sem gamlir. Leggjum ipadinn til hliðar og skemmtum okkur ùti ;)

👍 Ekki spurning. Tilvalinn staður fyrir frisbí golfvöll og góð nýting fyrir þetta fallega svæði.

Frisbígolf er ódýrt og einfalt sport, bæði er ódýrt fyrir bæjarfélög til að setja upp velli en ekki síst þá er kostnaður fyrir iðkendur mjög lítill. Ekkert kostar að spila á völlunum og diskar eru mjög ódýrir. Mikil fjölgun hefur orðið á völlum undanfarin ár og spilurum fjölgað gríðarlega í kjölfar þess. Guðmundarlundur er ekki mikið notaður og allt það sem dregur fólk að þessum fallega stað er til bóta enda svæðið kjörið fyrir frisbígolfvöll.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information