Pump Track í þingahverfi

Pump Track í þingahverfi

Þetta er braut sem krakkar geta leikið sér í á hjólum, hjólabrettum, hlaupahjólum og línuskautum. Þessar brautir eru viðurkenndar fyrir leikvelli barna. Búið er að ræða við skólastjóra Vatnsendaskóla og tók hún vel í að fá svona braut á lóðina og búið var að skoða svæði fyrir þetta þar. það er komin góð reynsla á þetta í Mosó og Garðabæ. Engin vandræði eða hávaði hefur verið þar sem þetta er uppsett og allir ánægðir. Búið er að setja upp leikreglur sem allir fara eftir, auðvitað er hjálma skylda

Points

Það hafa ekki allir áhuga á boltaíþróttum því er þetta kjörin viðbót á skólalóðina. Skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ var tilbúinn að gefa þessu góð meðmæli ef þetta verður að veruleika að fá þetta á lóðina. Það mikil skammtun af braut sem þessari og ekkert mál að færa hana ef skipulag breytist. sjá myndir af svona braut og einnig hugmynd af staðsetningu sem var gerð í samráði við skólastjóra vatnsendaskóla

Við þetta má bæta að eftir fund með Ármanni bæjarstjóra í vor var söluaðili tilbúinn að leyfa bænum að greiða þetta á tveim tímabilum eins og hann hefur gert fyrir önnur sveitarfélög víðsvegar um landið.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Vatnsenda. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information