Laga samgöngur við Smáraskóla

Laga samgöngur við Smáraskóla

Við Smáraskóla eru ein undirgöng og ein gangbraut á Fífuhvammsveg. Börnin sem búa fjær undirgöngunum nota gangbrautin, þ.e.a.s börn sem búa t.d. í Gullsmára, Fellasmára o.sfrv. Gangrautin er mjög varasöm þar sem gangandi vegfarendur þurfa að bíða í töluverðan tíma frá því að það er þrýst á gangbrautarljósið og þar til það kemur grænt merki. Lagt er til að það komi yfirbyggð gangbraut yfir Fífuhvammsveg og/eða að gangbrautarljósin verði löguð, þannig að það komi grænt merki fyrr.

Points

Síðastliðið ár hafa að minnsta kosti tveir stórir vinnustaðir fært höfuðstöðvar sínar í smárahverfi, Íslandsbanki og Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu. Með tilkomu framangreindra vinnustaða hefur umferð um Fífuhvammsveg aukist töluvert, bæði vegna starfsfólks og viðskiptavina. Þá hefur umferðin verið mjög mikil vegna Smáralindar og hefur aukist enn frekar vegna tilkomu verslunarinnar H&M. Í ljósi framangreinds er orðið mjög varasamt að ganga yfir gangbrautina og nauðsynlegt að laga.

Þar sem ég bý neðarlega í Smárahverfi en er með barn í leikskólanum efst í hverfinu þá geng ég yfir þessa gangbraut nánast daglega á virkum dögum og hef gert í 4 ár. Biðin eftir græna kallinum við þessi ljós er yfirleitt óhemju löng og óþolinmóð börn nenna ekki að bíða eftir þeim græna og hlaupa því eða hjóla yfir þegar þau sjá ekki bíl í augnsýn sem getur skapað mikla hættu. Það þyrfti að vera skynjari á ljósunum þannig að það kæmi grænt um leið og ýtt er á takkann.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information