Torg á Kópavogshálsi.

Torg á Kópavogshálsi.

Klukkuturn á torgið,einnig mætti hafa sölubása þar um helgar.

Points

Mjög lítið um að vera á svæðinu.Klukka breytir útliti torgsins,og margir hefðu not af t.d.farþegar strætó.

Vantar meira líf á þetta svæði

Þetta er fallegt torg og nokkuð skjólsælt með byggingum á allar hliðar. Vantar verslanir og kaffihús til að lífga upp á mannlífið þar. Það er nánast grátlegt hvað þetta torg er dautt.

Kalla torgið Ráðhústorg eftir að Ráðhús Kópavogs kom þarna, koma upp nokkurskonar Mathöll líkt og á Hlemmi eða jafnvel markaðstorgi.

Miðað við reynsluna frá síðasta ári tel ég líklegast til árangurs að leggja til að sett verði í gang hugmyndasamkeppni um breytingar á torginu til þess að auka nýtingu þess, en í dag er það nær ekkert notað. Í fyrra var samþykkt að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu malarvallanna við Kársnesskóla en sú hugmynd féll um sjálft sig þegar setja þurfti upp færanlegar kennslustofur í skyndi. Tel það ekki gott að gera stakar framkvæmdir á svona stað nema fyrir liggi fyrir liggi heildar hugmynd.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information