Battavöll við Snælandsskóla

Battavöll við Snælandsskóla

Battavellir hafa slegið í gegn sem ein vinsælasta leikaðstaða fyrir börn, unglinga og fullorðna. Battavellir eru við alla skóla í Kópavogi nema Snælandsskóla. Gervigrasvöllurinn hentar ekki eins vel.

Points

Styð þetta 100%. Einhverra hluta vegna er sparkvöllurinn í Snælandsskóla skráður með sparkvellinum í Hörðuvallaskóla á heimasíðu KSÍ, http://www.ksi.is/mannvirki/sparkvellir/ og Excel skjal þar undir. Gervigrasvöllurinn er ekki sparkvöllur. Sem dæmi er Hörðuvallaskóli einnig með gervigras við Kórinn og Smáraskóli við Fífuna. Ekki var skipt út dekkjakurli á gervigrasvellinum við Snælandsskóla eins og öllum sparkvöllum. Sjá http://www.ruv.is/frett/kopavogur-skipti-ur-dekkjakurli-a-sparkvollum

Aðstaða barna (og fullorðinna) til að iðka íþróttir við Snælandsskóla er mjög bágborin. Óslétt malbikuð plön eru ekki ákjósanleg til iðkunar körfubolta eða fótbolta. Munurinn á útiaðstöðu við Snælandsskóla og aðra skóla í Kópavogi er sláandi.

Gervigrasvöllur við snælandsskóla er löngu úr sér gengin og orðin verulega lélegur. Battavöllur myndi bæta aðstöðuna til muna.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Sammála, battavellir (fótboltavellir með trégirðingum í kring) eru með allra vinsælustu leiksvæðum við skóla. Battavöllurinn hjá Fossvogsskóla er t.d. mikið notaður og stundum biðröð að komast þar að. Það er löngu tímabært að fá battavöll í Snælandsskólahverfið.

- Minna og afgirt svæði hentar betur en gervigrasvöllurinn. - Utan skólatíma eru malbikuðu vellirnir mjög lítið notaðir. - Gervigrasið er lítið notað. Það er óupplýst (kostnaðarsamt), upptekið vegna knattspyrnuleikja og æfinga. - Battavöllur nýtist auðvita mjög vel á skólatíma. - Oft eru battavellir við skóla þó grevigrasvöllur sé þar líka.

Langar til að vita af hverju hugmyndin sem sett var inn til kosninga var ekki tengd við þær athugasemdir og rök sem kom fram við þessa hugmynd?

Mjőg góđ hugmynd. Stađsetning: Furugrund 3. Hvernig hljómar þađ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information