Fleiri ruslatunnur á göngustíga í og við Austurkór

Fleiri ruslatunnur á göngustíga í og við Austurkór

Praktísk hugmynd sem auðvelt væri að verða við

Points

Göngustígurinn fyrir neðan Austurkór og fyrir ofan golfvöllinn er falleg og góð gönguleið, sér í lagi fyrir fólk með hunda. Á allri leiðinni hringinn í götunni Austurkór og göngustíginn að neðan er einungis ein ruslatunna á leiðinni. Væri frábært að fá aðra, gæti t.d verið við bekkinn sem er fyrir neðan næstneðstu götuna í Austurkór. Einnig er engin ruslatunna á leiðinni frá Austurkór og út að Krónu - fyrr en við hringtorgið við Hörðuvallskóla og inn að Krónunni. Gott væri að bæta úr því.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information