Tóbaksvarnir (Veip frumvarpið)

Tóbaksvarnir (Veip frumvarpið)

Frumvarp ríkisstjórnar til laga. Tóbaksvarnir. Hér er frumvarpið http://www.althingi.is/altext/146/s/0564.html Hér getur þú rökrætt þetta fumvarp og lagt fram þína skoðun

Points

Ekki ætti að minnka sölu eða sporna við aðgengi rafsígaretta vegna þess að gufan frá þeim er 1000 sinnum skaðlausari en reykur úr sígarettu. Læknar lofa rafrettuna því hún dregur úr hefðbundnum reykingum.

Mig tókst að losna við sígarettur og neftóbak Þökksé Vape

Legg til að þingmenn gefi þessari mynd áhorf áður en þeir kjósa https://m.youtube.com/watch?v=nCozEhqdKQw

Reykti í 49 ár, reyndi allt til að hætta, en ekkert gekk til lengdar, þangað til ég byrjaði að veipa. Steinhættur að reykja og ekkert mál.

6. grein frumvarpsins kveður á um hámarksstærð áfyllingaríláta og skorðar hana við 10 ml. Þetta veldur því t.d. að vökvar frá Kaliforníufylki í Bandaríkjunum, þar sem FDA hefur náið eftirlit með framleiðslu og sölu á slíkum vörum, yrðu ekki heimilir í sölu á Íslandi. Þar leggur FDA t.d. bann við bragðefnum sem vitað er að séu skaðleg við innöndun. Þess er einnig krafist að tappinn á flöskunum sem vökvinn er seldur í sé búinn viðurkenndri barnalæsingu. Þetta á að snúast um skaðaminnkun.

Rafrettur eru ekkert minna mengandi fyrir umhverfi sitt en sígarettur. Að keyra á eftir manneskju sem er að reykja rafsígarettu út um opinn bílglugga er í engu frábrugðið því að sitja í bílnum hjá viðkomandi. Ég sé enga ástæðu sem réttlætir að ég þurfi að bjóða barninu mínu upp á það.

Í augnablikinu er bragđbætt tóbak bannađ í mörgum löndum til varnar börnum. Þađ er einnig hægt ađ fela neyslu kannabis međ réttri rafrettutækni. Ég hef áhuga á hvorugu ofangreyndu í mínu hverfi og í kring um mín börn.

Er mótfallin skerðingu á frelsi einstaklinga.

Þetta er allgerlega fáránlegt þetta kemur í vegfyrir tóbaks notkun í dag og með þessu fer maður bara mikiðfrekar í gamla vana ......

Þetta er bull þetta er gufa hvað a hun að valda fólki i kringum sig svo er þetta hollara en allt annað það er enginn tjara rða aukaefni i þessu sem geta valdið krabbameins

Þessi frumvarpstillaga er mjög vanhugsuð og mundi orsaka mun meiri skaða.... Að ætla hafa 10 ml áfyllingar ílát það mesta er út í hött, alltof lítið! Á þá að banna reykingarfólki að kaupa meir enn 1 pakka af sígarettum ? Þetta mun ýta undir mun meiri plastframleiðslu og 10 ml plastflöskur yrðu um allar trissur! Það yrði dýraraa fyrir alla að ætla hafa 10 ml hámark! Mun ódýrara að kaupa í magni. 2 ml tanka stræðir hámark! Minnstu tankarnir nú til dags eru 2.5 ml og þeir eru of litlir!

Bara rugl þetta þröngvar folki aftur i sikarettuna

Ég skil það vel að það þurfi að vera eitthver lög en þessi eru bara vitleysa. Þetta er tildæmis eina sem hefur hjálpað mér að hætta reykja. Enda er enginn fótur fyrir því að fara setja sömu reglur um vapei og sígarettur. Þetta er bara alveg einsog að fara banna reykingar manninum að kaupa meira en 1 sígarettupakka. Ég vill mikið frekar veipa og lyfa en að reykja og deyja ung. En frekar að hafa lögin þannig að 18 ára og yngri meigi ekki kaupa þetta.

Það að svona skuli komast á borð á þingi er skandall. Veipur eru að bjarga þúsundum lífa á Íslandi nú þegar og það að setja svona óvitalegar hömlur á það sem bjargar lífum er hreinlega glæpsamlegt. Ég vona að fólkið sem að ég kaus sjái sóma sinn í að kynna sér málið vel áður en það tekur afstöðu

Ég er a móti vegna þess hversu mikið þetta hefur hjálpað mér og mínum nánustu. Við erum 8 manna hópur, ný skriðin yfir tvítugt og öll búin að reykja frá 14-15 ára aldri. Í dag erum við öll hætt með aðstoð rafsígarettna. Og rannsóknir sína framm á það að rafsígarettur eru allt að 95% skaðminni. En að hefta frelsið og búa til meiri vesen fyrir neytandann með minni tönkum og vökvum þýðir bara að fleiri sækjast í þægindin frá sígarettunni aftur.

Hjálpaði mér að hætta reykja :)

Þetta kemur alveg í veg fyrir mér að reykja og mig lýður mun betur eftir að skifta yfir í veip. Þið viljið klárlega styðja sígarettur ef þið minnkið söluna á þessu. Ekki láta mig byrja reykja aftur, takk

Ef ég ætlaði ekki að vera málefnalegur væri einfaldlega hægt að segja að ráðherra væri fífl en staðinn ætla ég að segja að allir sem hafa komið nálægt gerð frumvarpsins virðast vera óttalegir kjánar 😉 Auðvitað á að takmarka sölu en klárlega ekki meira en á tóbaki.

Að veipa hjálpar fullt af fólki að hætta að reykja með því að setja þetta undir sama hatt og sígarettur gæti fólk alveg eins tekið upp á því að fara að reykja aftur. Ef ráðamönnum er svona mikið í mun að ná inn þeim peningum sem ríkið verður af þegar fólk hættir að reykja ættu þeir að hækka t.d. gjöldin á kvótakóngana

Það þarfnast laga varðandi rafrettur, svo sem varðandi innflutning og hvar sé leyft að eima, en ýmsir partar þessa laga eru einfaldlega fáránlegir. Að einungis megi selja vökva í 10ml flöskum og eingöngu 2ml tanka er frekar sturlað. Fólk mun bara kaupa fleiri flöskur í einu og þar af leiðandi búa til meira plastrusl.

Þetta er ótrúlega bjánalegt frumvarp. Að setja svona reglur á vöru sem í fyrsta sinn gæti leitt til útrýmingar sígarettunnar og berjast gegn því er alveg ofar mínum skilningi. Það ætti að fagna veipinu og styðja við það á allan hátt. Ég þekki mörg dæmi um mínu umhverfi þar sem reykingamenn til áratuga hafa í fyrsta sinn náð að hætta með þessari vöru sem allar nýlegar rannsóknir sýna að sé amk 95% skaðminni. Ég spyr bara.. Er ekki í lagi?

Það þarf reglur um notkun innan dyra a almennings svæðum og sölu til yngri en 18 ára en það a ekki að hefta þetta meira. Rafrettur eru frabærar til að hjalpa við að hætta tóbaki og hjalpuðu mer mikið. Endurtek lika að þetta er mikið skárra en tóbak að öllu leyti og spyr hversvegna á þá að hefta þetta meira ?

hjálpaði mér að hætta tóbaksnotkun, lýður miklu betur eftir að hafa byrjað á þessu

Hver eru rökin fyrir breytingum á 8gr, 4mgr? 20 mg/ml af níkótíni? 10 ml ílát? Þetta er rugl, stöðlar að meiri mengun frá plast ílátunum 2ml tankar? hvað er verið að reyna að ná fram hérna?

Ég alveg sammála því að það þurfi að setja einhver lög á rafsígarettur eða vape. En að setja vape undir sama hatt og sígarettur er út í hött. Þetta hefur hjálpað fjöldanum öllum af fólki að hætta að reykja og er margfalt skaðminna en sígarettur. Ég er alls ekki að segja að þetta sé skaðlaust en er hættuminna. Það að áfyllingarílát mega ekki vera stærri en 10ml er út í hött og mun skjóta upp kostnað þess að nota vape þannig að verði dýrara en að reykja.

Þetta er alltaf skárri kostur alveg sama hvernig á þađ er litiđ og algerlega út í hött ađ setja þetta undir sama hatt og tóbak.Þetta hjálpađi mér ađ hætta ađ reykja og mér lýđur svo miklu frískari fyrir vikiđ.Eina sem æskilegt væri ađ gera er ađ setja lög víđ kaupum á búnađi og vökvum í 18 ár og bann innandyra á veitingahúsum og verslunum þá yrđu allir happy.Fynnst þetta hreinlega skammarlegt hvernig á ađ fara stjórnast í fullorđnu fólki sem á loksins betri lífsgæđi sem valkost.

Ég er MJÖG hlynt veipinu - betra aðgengi að tækum og efnum - stærri skammta af vökva en segir í frumvarpinu - finn EKKI fyrir neinum óþægindum þó veipað sé nærri mér - hefur hjálpað mörgum sem ég þekki að hætta að reykja - tek ekki hættu á að unga fólkið ánetjist veipinu. Tel veipið byltingu í tópaksvörnum - mjög til skaðaminnkunar fyrir heilsu almenning sem NÚ reykir

Hélt við vildum hjálpa fólki að verða heilbrigðara en ekki taka það frá fólki sem er að hjálpa því hætta reykja. 10ml áfyllingar eru alltof liði og er umhverfis vænna á kaupa í magni og sparsamara. 2ml tankar væru mjög óhagstæðir þar þyrfti alltaf brasi að filla á það hvað eftir annað.

Ég er með viðkvæm lungu og þoli ekki sígarettureyk, og verð veik. Ég er einnig viðkvæm fyrir gufurettum, þó það hafi 'minni' áhrif á mig, þá vil ég ekki að þetta sé á almenningsfæri. Þá má taka fram. Þetta hefur hjálpað þeim sem ég þyki vænt um, til þess að hætta sígarettureykingum. Það að setja tálmanir á vökva með níkótíni veldur því að þeir sem sækja í níkótín fari í aðrar aðferðir. Sjá, reykingar, munntóbak, tyggjó. Það af, er tyggjóið ekki langvinsælast. Og hitt veldur krabbameini.

Ég er búinn að reykja eins og strompur (hálfann til tvo pakka á dag) síðustu 25 árin (í Júní þ.e.a.s.), mig langar að reyna rafrettuna til að ná mér út úr þessum vítahring. Ég hef ekki enn farið í rafrettuna, því ég vil fylgja lögum, og það er bannað að selja fíklum eins og mér nikótínvökva. Setjið aldurstakmörk auðvitað, látið okkur fíklana þessvegna þurfa að skrá okkur á fíklaskrá til að mega kaupa "Djönkið", sleppið samt smámunasemi eins og stærð tanka, eða sölueininga. Ég vil bara stöffið.

Þetta er mjög ávanabindandi. Jú þetta hefur alveg hjálpað mörgum reykingamönnum að hætta að reykja kannski en líka margir t.d. krakkar sem hafa aldrei reykt og byrja að vapea á fullu veit ég. Kærastinn minn sem aldrei reykti né neitt gerir ekkert annað vapea núna þar sem hann er mjög háður, tekur vape pásur í vinnunni núna og getur ekki sleppt þessu. Ég anda meira að þessu en ég vildi óska.

alvarlegur misskilningur að rafrettugufa hafi jafnslæm áhrif á umhverfið og sígarettureykur. Í fyrsta lagi gefur rafrettan frá sér vatnsgufu en ekki reyk sem verður til við bruna en sígarettur innihalda mikla flóru af skaðlegum efnum t.d. ammoníak, blásýra, arsenic(rottueitur) og margt fleira á meðan rafrettugufa inniheldur bara níkótín, bragð og tvö efni sem finnast í matvælum. https://www.quora.com/What-is-the-difference-between-a-cigarette-and-vaping

Ég er međ vægan astma og ég þjáist, TJÁIST, þegar einhver er ađ veipa nálægt mér. Og þjáningin varir í fleiri klukkutíma eftirá á međan lungun mín erfiđa viđ ađ ná nikótín mettuđu vatni úr lungunum mínum. Í augnablikinu er enginn lagalegur grunnur fyrir því ađ reka rafrettunotendur úr almennum stöđum (tf veitingahúsum og börum). Ég vil fá þennan lagalega grunn. Skítt međ reykingamenn, haldiđ ykkur í burtu frá okkur hinum.

😑 Fáranlegt að þetta sé í umræðum, Þetta hefur hjalpað hundruðum manna að hætta reykja sígarettur hér á landi og heldur áfram að gera það um allan heim. Og að sitja lög á þetta er útí hött , varan á ekki að vera seld yngri en 18+ og kaupa hana fyrir ungmenni er ekki rétt og sá aðili sem gerir slíkt getur verið kærður og sektaður fyrir það brot. Þetta eru einu lögin sem á að vera á rafsígarettur/veip ekki að minka skammtana en hafa 10ml flöskur í boði fyrir þá sem slíkt kjósa er auðvitað rétt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information