Hugmyndir af handahófi

Humanrights

Það þarf að hækka Almennar bætur það er bara ekki að ganga að lifa á 150 þús á mánuði

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Arts

RÚV er ríkisrekinn fjölmiðil og er það skilda að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að VOD þjónustu RÚV án þess að vera í áskrift hjá einkareknum fjölmiðlum. Með Opnum vefskilum á efnisveitu RÚV þá verður hægt að samtengja þjónustuna við Snjalltæki eins og síma, spjaldtölvur og sjónvörp án þess þurfa að vera með endabúnað hjá Símanum eða Vodafone.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Economy

Að laggður yrði a.m.k. 7% skattur á þau fyrirtæki er bjóða uppá afþreyingarferðamennsku t.d. signlingar, hestaferðir, jeppaferðir o.s.frv.
Þessi peningur ætti að vera eyrnamerkur(a.m.k að hluta) vegna viðhalds á ferðamannastöðum og uppbyggingu nýrraferðamanna staða

Kjósa
Deila
1 rök með 1 á móti
Rökræður

Nýjar hugmyndir

World

Hvernig væri að Alþingi og/eða utanríkisráðherra Íslands myndi beita sér í því að þrýsta á þessar þjóðir að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök og aðskilnaðarsinna í Sýrlandi / Írak og að búa flóttamönnum upp á mannsæmandi aðstæður þar til friður kemst á í þessum löndum. Bandaríkin, Ísrael, Saudi-Arabía, Katar, Tyrkland Bretland o.fl bera þarna mikla sök.

Stríðið gegn ISIS verður ekki unnið með því að dæla í þá vopnum og sprengja þá í leiðinni. Þeir sem standa að þessu verða að bera ábyrgð.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Planning

Setja nokkuð stór skilti við allar helstu leiðir inn á hálendið sem sýna á mjög einfaldan og skýrann hátt að allur utanvegaakstur er bannaður og hvaða sektir liggja við honum.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Humanrights

Snus (Skandinavískt munntóbak) verði gert löglegt og sæti sömu reglum og sígarettur og íslenskt neftóbak

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður

 

Vinsælar hugmyndir núna

Laws

Hægt er að útfæra hugmyndina á nokkra vegu. Í fyrsta lagi að frambjóðendur séu ekki á listum stjórnmálaflokka heldur bjóða sig fram sem einstaklingar en sé þó skylt að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Önnur útfærsla er þannig að listar stjórnmálaflokkanna séu raðaðir en kjósendur fá að kjósa hvern sem er af listanum og einnig týna saman frambjóðendur af fleiri en einum lista. Í boði væri einnig að kjósa einn framboðslista eins og hann leggur sig en þá myndu heildaratkvæði>

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Business

íðast þegar ég skoðaði kostaði um það bil 2,7 krónur (líklega meira núna) að prenta eina krónu. Þetta eru skýr rök á að eina krónan er verðlaus mynt og gegnir ekki hlutverki sínu til að hjálpa við kaup á sölu á almennum varningi. svo má líka bæta við tapaðan tíma verslunarfólks við að telja skiptimynt og lokatalning í enda hvers dags (liggut við samtals klukkutími í að telja eina krónur á dag). ef að við einfaldlega hættum að prenta eina krónur og námundum verð (eins og canada gerir) spörum við

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Media

Hugmyndin er semsagt sú að netveitur væru flokkaðar sem almennur flutningsaðili.

Það mundi þýða að netveitur mættu ekki gera neitt við eða skoða pakkana sem fara í gegnum kerfi þeirra nema bara það sem þarf til að koma þeim á áfangastað.

Það mundi þá þýða að netveitur gætu ekki lokað á pakka sem eiga að fara á ákveðna staði, gætu ekki hægt á ákveðnum síðum eða gert aðrar síður hraðvirkari. Allir pakkar væru semsagt meðhöndlaðir af hágmarkshraða sem kerfið styður.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður

 

Síðasta virkni

Picture

Vilhjálmur Halldórsson kom með hugmyndina Utanvegaaksturssskilti 4 mánuðir síðan

Picture

Kristinn Hannesson kom með hugmyndina Snus verði löglegt 8 mánuðir síðan

Sophie

Sophie bætti við athugasemd á Breyta þjóðsöngnum í Mmmbop 8 mánuðir síðan

 

Þjóðsöng finnst mér úrelt fyrirbæri. Við erum jarðarbúar og eigum að syngja til friðs, ekki til að yta undir þjóðernisímyndun.

 
 

Picture

Sigurður Unuson bætti við athugasemd á Landverðir með valdheimild 8 mánuðir síðan

 

Starfsvið landvarða er náttúruvernd í mjög víðum skilningi,en oft eru önnur verkefni þó á dagskrá. Ein helst leið til náttúruverndar er fræðsla og þess vegna er upplýsingagjöf til ferðamanna eitt lykilhlutverk landvarða, auk þess að veita ýmis konar þjónustu.
Landverðir eru alls ekkert ráðþrota gangvart náttúruspjöllum, en þar sem fólk skortir þekkingu, veitir ekki eigin hegðun athygli eða í örfáum tilfellum, veldum mjög meðvitað skemmdarverkum, er vissulega leiðinlegt að horfa upp á sum tilvik, þá mætti kannski sjá hag af því að landverðir hafi meiri valdheimildir, en að gera landvörslu að starfssviði lögreglu myndi gjörbreyta eðli starfssins. Landverðir eru t.d. oft staðarhaldar og sinna allt öðrum störfum en lögregla. Þó mætti eflaust bæta samstarf þarna á milli. En það væri gaman að heyra um dæmi um tilvik þar sem fólk teldi ganglegt að landverðir gætu viðhaldið alsherjarreglu á ferðamannastöðum.

 
 

Picture

Kári Gunnarsson kom með hugmyndina Landverðir með valdheimild 8 mánuðir síðan

Picture

Kári Gunnarsson kom með hugmyndina Verkefni ÍSÍ í opin útboð 8 mánuðir síðan

Begga

Begga bætti við athugasemd á Dýravelferð u.þ.b. 1 ár síðan

 

Þrátt fyrir ný lög er ekki allt fengið og enn er víða pottur brotinn í þeim efnum. Viðhorf manneskjunar til dýra verða að breytast í víðsýni þannig að öllum dýrumviltum sem öðrum verði tryggður réttur til lífs á þessari jörðu sem mannskepan hefur hamast við að spilla og menga.
Mannúðlegar aðfarir við að slátra lömbum eru ekki fyrir hendi, það er hrein pynting fyrir lamb að bíða án vatns og fæðu í sólahring standi á fótm í bíl eftir langan flutning landshorna á milli.

Blóðlyktin angar um vit þeirra og óttinn magnast. Þegar þau síðan eru dreginn nauðug eitt og eitt fyrir dauðasveioina eru þau svo stressuð að kjötið getur aldrei verið gott.

Ég hallast að því að heimaslátrun og aðferð múslima að skera á háls án fyrirvara sem veldur snöggum dauðdaga sé langtum mannúðlegri en sá hryllingur sem skepnurnar mega ganga í gegnum í slátúrhúsum á Íslandi á síðustu dögum lífsins.

Afturförin er hrópandi. Sama er að gerast í auknum verksmiðjubúskapi við kjúlkingaframleiðslu og svínarækt. Mikið starf er fyrir höndum hvarvetna enda hafa dýraverndarlög ekki verið í forgangi og það leið langur langur tími þangað til þau voru loks endurskoðuð og frumvarp lagt fyrir þingið til samþykktar. Flutingsmenn urðu að bakka með alltof marga þætti sem voru til framfara í meðförum þingsins til að freista þess að koma þeim í gegn það vorðið, en þau höfðu í tvígang verið látin víkja fyrir örðum frumvörpim til laga sem þótti mikilvægara að skjóta í gegn.

 
 

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm kom með hugmyndina Lögleidd verði lágmarkslaun meira en 1 ár síðan

Valdemar Pálsson

Valdemar Pálsson kom með hugmyndina Hlutfall fjármagnsskatta til sveitarfélaganna meira en 1 ár síðan

More...