Hugmyndir af handahófi

Business

lögleiðing og lagasetning um vændi myndi stórlega draga úr mansali þar sem að ef að farið yrði svipaða leið og í þýskalandi þar sem vændis konur þurfa starfsleyfi þá er búið að minka ásókn í ólöglegt vændi.... ef að glæpir borgasig ekki þá eru þeir ekki framkvæmdir... en í dag er það akkurat málið glæpir borga sig

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Business

Í markaðsumhverfi dagsins í dag, hefur neytandinn fá eða engin spil á hendi, önnur en gylliboð og "kosningaloforð" framleiðenda, söluaðila, þjónustufyrirtækja og annara einkaaðila.

Einhverskonar "orðsporskerfi" væri skynsamlegt, þar sem fyrirtæki fá "feedback" svipað og á t.d. ebay.
Afskaplega gagnlegt væri að hafa ummæli notenda á flokkum eins og verði eða gæðum þjónustu/vöru.
Ekki væri síðra að hafa upplýsingar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækis, hagsmunatengsl, umhverfisfótspor o.m.fl.

Kjósa
Deila
1 rök með 1 á móti
Rökræður
Humanrights

Endurskoða þarf strax heildarfyrirkomulag lyfsölu í landinu, sem er í algjörum ólestri. Lyfjakostnaður sjúklinga er orðinn allt of hár og það skapar hættu ef þeir geta ekki leyst út nauðsynleg lyf vegna fátæktar. Skortur er oft á nauðsynlegum lyfjum, lyfjaúrval er mjög takmarkað og lélegum samheitalyfjum er oft þröngvað upp á sjúklinga.

Kjósa
Deila
3 rök með 1 á móti
Rökræður

Nýjar hugmyndir

World

Hvernig væri að Alþingi og/eða utanríkisráðherra Íslands myndi beita sér í því að þrýsta á þessar þjóðir að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök og aðskilnaðarsinna í Sýrlandi / Írak og að búa flóttamönnum upp á mannsæmandi aðstæður þar til friður kemst á í þessum löndum. Bandaríkin, Ísrael, Saudi-Arabía, Katar, Tyrkland Bretland o.fl bera þarna mikla sök.

Stríðið gegn ISIS verður ekki unnið með því að dæla í þá vopnum og sprengja þá í leiðinni. Þeir sem standa að þessu verða að bera ábyrgð.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Planning

Setja nokkuð stór skilti við allar helstu leiðir inn á hálendið sem sýna á mjög einfaldan og skýrann hátt að allur utanvegaakstur er bannaður og hvaða sektir liggja við honum.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Humanrights

Snus (Skandinavískt munntóbak) verði gert löglegt og sæti sömu reglum og sígarettur og íslenskt neftóbak

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður

 

Vinsælar hugmyndir núna

Laws

Tekið upp Sóknarm að hætti Matta Bjarna sem þróað var í samvinnu við íslenska fiskimenn og reyndist vel við uppbyggingu stofnanna. Allir sátu við sama borð og þeir sem kunnu skiluðu mestum og bestum afla. Með því að allur fiskur fari á markað fæst rétt fiskverð og allir hafa sama aðgengi að fiskinum til vinnslu. Eins er auðvelt að innheimta fast gjald sem byggist á rekstrarumhverfi veiðanna á hverjum tíma en yrði aldrei lægra en svo að útgerðin sæi um allan þjônustugeiran í kringum sjávarútveg.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Business

Jafnræði að nýtingarrétti sjávar-auðlindarinnar, allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði, nýtingarrétturinn er/verður greiddur eftir sölu fisksins á fiskmarkaði, þetta tryggir jafnræði allra sem vinna við atvinnugreinina, þetta tryggir jafnt-aðgengi fiskvinnslu án útgerðar að fiski/hráefni. Ennfremur tryggir þetta hafnar og bæjarsjóðum auknartekjur, síðast en EKKI síst dregur þetta fyrirkomulag úr áhrifum skuggastjórnenda, sem eru þeir sem hafa ráðstöfun á aflaheimildum í núverandi kerfi.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Tourism

Láta túrista borga fyrir almennings klósett

Kjósa
Deila
1 rök með 2 á móti
Rökræður

 

Síðasta virkni

 

Upphaflegur titill var "Lögbann við afritunarvörnum (DRM)". Eftir umræður og umhugsun breytti ég honum og inntaki tillögunnar því bönn eru róttæk og mér finnst þau aðeins réttlætanleg í mjög alvarlegum málum. Sömu niðurstöðu er hægt að fá fyrir neytandann með einfaldri reglu sem skyldar útgefendur til að gefa leiðbeiningar um hvernig hægt er að fjarlægja afritunarvarnirnar því það veitir neytendum frelsi til að nota vöruna eins og þeim hentar best.

Hugmyndin að baki tillögunni er enn sú sama: fólk verður að geta notið vörunnar sem það kaupir á þann hátt sem því hentar best.

 
 
Baldur Þór Emilsson
Baldur Þór Emilsson - meira en 2 ár síðan

Að baki hugmyndinni er sú sýn að neytendur eiga rétt á því að nota þær vörur sem þeir kaupa með þeim hætti sem þeir vilja, en ekki að þeir eigi aðeins rétt á því að geta valið sér vörur sem bjóða það frelsi. DRM takmarkar þetta frelsi og því er mikilvægt að verja réttinn með lagasetningu.

 
 

Bjarki Sigursveinsson

Bjarki Sigursveinsson bætti við athugasemd á Hagræðing samganga meira en 2 ár síðan

 

Lestir eru bara rosalega dýrar. Teinarnir kosta líklega á bilini 400 til 1000 milljónir pr kílómetra eftir því fyrir hvaða hraða þeir eru byggðir og hvort þeir eru einfaldir eða tvöfaldir. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið gert ráð fyrir lestum og líklega þyrfti mjög dýra gangagerð til þess að koma lestunum á áfangastað í miðri Reykjavík. Ég myndi ganga út frá því að allt verkefnið kosti ekki undir 100 milljörðum og að útilokað verði að fjármagna það með fargjöldum jafnvel þó að þau verði mjög há.

 
 

Picture

Gusti Mono kom með hugmyndina Hagræðing samganga meira en 2 ár síðan

Picture

Valdimar Kristur Stefánsson bætti við athugasemd á Siðblindupróf fyrir þingmenn meira en 2 ár síðan

 

Hvað svo, greindarvísitölupróf?, persónuleikapróf?

Asnalegt

 
 
Picture
Gylfi Þ. - meira en 2 ár síðan

Það væri nú samt snild að setja einfalt STÆ próf á þetta lið, þó ekki nema til að sjá hvort það sé fjármála læst. :)

 
 

Picture

Andri Franklín Þórarinsson bætti við athugasemd á Fleiri sálfræðinga inn á heilsugæsluna meira en 2 ár síðan

 

Það sem skiptir mestu er kannski ekki hvort sálfræðingarnir eru inni á heilsugæslunni eða ekki, heldur hvort meðferð hjá sálfræðingi sé niðurgreidd af ríkinu eða ekki.
Ég held það sé alveg borðleggjandi að ef sálfræðiþjónusta væri niðurgreidd af ríkinu þá myndu fjölmargir sem nú eru að fá endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri geta stundað vinnu og lækkað þar með útgjöld ríkisins. Það að fleiri fari til sálfræðinga á eftir að minnka eftirspurn eftir þjónustu geðlækna, sem er niðurgreidd af ríkinu, og þar með mun hluti kostnaðarins við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu bara vera tilfærsla á kostnaði.

 
 

Picture

Friðrik Dýrfjörð bætti við athugasemd á Lágmarksframfærsla. meira en 2 ár síðan

 

Hvað er átt við með því að atvinnuleysisbætur megi ekki vera lægri en lágmarksframfærsla? Myndi lágmarksframfærsla ekki koma í stað atvinnuleysisbóta? Er það ekki almennt hugsunin að lágmarksframfærsla séu ein föst fjárhæð sem allir fá greidda, en í stað væri hægt að afnema atvinnuleysis- og öryrkjabótakerfið?

 
 

Picture

Tómas Bragi Jónsson Hauth bætti við athugasemd á Minnka áfengis aldurinn meira en 2 ár síðan

 

ekki þyrfti að minnka niður í 16 ára fyrir bjór og léttvín, það er bara svona tillaga sem ég lét fylgja með. en í það minnsta finnst mér að minnka ætti niður í 18 ár.

 
 
Picture
Tómas Bragi Jónsson Hauth - meira en 2 ár síðan

rétt er það.

 
 

Picture

Sigurður Oskar kom með hugmyndina Alþingi og ríkistoanfi takki upp ISO / IEC 27001 meira en 2 ár síðan

Picture

Rass Api kom með hugmyndina Beikon!!!! meira en 2 ár síðan

Picture

Haukur Hólmsteinsson bætti við athugasemd á Breyting á kosningalögum - afnám 5% reglu meira en 2 ár síðan

 

Ég hef ekkert gífurlega á móti þröskuldinum, til að mynda hugsa ég að það auðveldi starfhæft ríkisstjórnarsamstarf. Það er samt hneyksli hversu mörg atkvæði týnast og að mínu mati ólýðræðislegt hversu margir einstaklingar eiga ekki fulltrúa á þingi. Þannig aðalmálið finnst mér vera að einstaklingar geti fengið atkvæði sitt flutt ef fyrsta val þeirra nær ekki þröskuldi. Þannig myndi fólk kjósa fyrsta, annað og jafnvel þriðja val og atkvæði þeirra færist frekar en liggja hjá dauðum flokki. Þetta myndi líka fjarlægja vandan við að kjósa ekki minna framboð í ótta við að atkvæði sitt dæmist marklaust.
Það yrði eitthvað í líkingu við þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

 
 
Picture
Haukur Hólmsteinsson - meira en 2 ár síðan

nákvæmlega, takk kærlega!

 
 

More...