Hugmyndir af handahófi

Laws

Aðilar velja stjórnmálaflokka eftir forgangi, fyrsta val fyrsti forgangur, annað val annar o.s.frv.

Ef flokkur sem einstaklingur hefur valið í fyrsta forgang nær ekki inn manni og viðkomandi hefur valið annan flokk sem komst inn á þing þá færist atkvæðið hans þangað.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Laws

Ef hægt væri að kjósa með vægi (alternative vote) þá væri auðveldara fyrir minni flokka að komast inn vegna þess að kjósendur væru ekki hræddir um að atkvæðin sín myndu "detta niður dauð".

Td. þá gæti kosningaseðill litið svona út:
xa : 1
xb : 2
xc : 3

Ef xa fengi ekki nægt hlutfall (5%) til að komast inn þá myndi atkvæði þessa kosningaseðils fara til xb. Ef xb næði ekki heldur lágmarkshlutfalli þá myndi atkvæði þessa kosnaningaseðils fara til xc og svo koll af kolli.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Misc

Allir nýir þingmenn verða að gangast undir siðblindupróf. Mér skilst að bæði geðlæknar og sálfræðingar sjái um að framkvæma svoleiðis próf, sem er frekar staðlað.
Einnig langar mig að það verði lögfest að þeir sem greinist siðblindir megi ekki sitja á þingi, Ef eitthver dettur út af þingi vegna þessa, þá væri hægt að taka inn næsta mann á lista í þeim flokk og því kjördæmi sem hann tilheyrir.

Kjósa
Deila
2 rök með 2 á móti
Rökræður

Nýjar hugmyndir

World

Hvernig væri að Alþingi og/eða utanríkisráðherra Íslands myndi beita sér í því að þrýsta á þessar þjóðir að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök og aðskilnaðarsinna í Sýrlandi / Írak og að búa flóttamönnum upp á mannsæmandi aðstæður þar til friður kemst á í þessum löndum. Bandaríkin, Ísrael, Saudi-Arabía, Katar, Tyrkland Bretland o.fl bera þarna mikla sök.

Stríðið gegn ISIS verður ekki unnið með því að dæla í þá vopnum og sprengja þá í leiðinni. Þeir sem standa að þessu verða að bera ábyrgð.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Planning

Setja nokkuð stór skilti við allar helstu leiðir inn á hálendið sem sýna á mjög einfaldan og skýrann hátt að allur utanvegaakstur er bannaður og hvaða sektir liggja við honum.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Humanrights

Snus (Skandinavískt munntóbak) verði gert löglegt og sæti sömu reglum og sígarettur og íslenskt neftóbak

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður

 

Vinsælar hugmyndir núna

Economy

Hugmyndin er einfaldlega sú að afnema þessi skattþrep og hækka frekar persónuafsláttinn.

Kjósa
Deila
2 rök með 4 á móti
Rökræður
Economy

Í augnablikinu virðist ekki vera hægt að skila rafrænt upplýsingum um óreglulega verktöku. Þegar verktaki skráir sig á staðgreiðsluskrá þarf að gefa upp áætlað mánaðarlegt reiknað endurgjald. Þetta á mjög illa við þegar fólk vill taka tilfallandi verkefni sem kannski eru mjög óregluleg. Núna þarf að setja þessa áætlun í 0 kr. og senda tölvupóst á starfsfólk skattsins í hvert skipti sem greiðsla fyrir verkefni berst.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður
Laws

Afnám leyndarhyggjunnar gengur út á það að opna stjórnsýslunna og innleiða gegnsæi, ennfremur að koma í veg fyrir að þjóðkjörnir fulltrúar (ráðherrar) geti leynt verkum sínum.

Kjósa
Deila
1 rök með 0 á móti
Rökræður

 

Síðasta virkni

 

Upphaflegur titill var "Lögbann við afritunarvörnum (DRM)". Eftir umræður og umhugsun breytti ég honum og inntaki tillögunnar því bönn eru róttæk og mér finnst þau aðeins réttlætanleg í mjög alvarlegum málum. Sömu niðurstöðu er hægt að fá fyrir neytandann með einfaldri reglu sem skyldar útgefendur til að gefa leiðbeiningar um hvernig hægt er að fjarlægja afritunarvarnirnar því það veitir neytendum frelsi til að nota vöruna eins og þeim hentar best.

Hugmyndin að baki tillögunni er enn sú sama: fólk verður að geta notið vörunnar sem það kaupir á þann hátt sem því hentar best.

 
 
Baldur Þór Emilsson
Baldur Þór Emilsson - næstum 3 ár síðan

Að baki hugmyndinni er sú sýn að neytendur eiga rétt á því að nota þær vörur sem þeir kaupa með þeim hætti sem þeir vilja, en ekki að þeir eigi aðeins rétt á því að geta valið sér vörur sem bjóða það frelsi. DRM takmarkar þetta frelsi og því er mikilvægt að verja réttinn með lagasetningu.

 
 

Bjarki Sigursveinsson

Bjarki Sigursveinsson bætti við athugasemd á Hagræðing samganga næstum 3 ár síðan

 

Lestir eru bara rosalega dýrar. Teinarnir kosta líklega á bilini 400 til 1000 milljónir pr kílómetra eftir því fyrir hvaða hraða þeir eru byggðir og hvort þeir eru einfaldir eða tvöfaldir. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið gert ráð fyrir lestum og líklega þyrfti mjög dýra gangagerð til þess að koma lestunum á áfangastað í miðri Reykjavík. Ég myndi ganga út frá því að allt verkefnið kosti ekki undir 100 milljörðum og að útilokað verði að fjármagna það með fargjöldum jafnvel þó að þau verði mjög há.

 
 

Picture

Gusti Mono kom með hugmyndina Hagræðing samganga næstum 3 ár síðan

Picture

Valdimar Kristur Stefánsson bætti við athugasemd á Siðblindupróf fyrir þingmenn næstum 3 ár síðan

 

Hvað svo, greindarvísitölupróf?, persónuleikapróf?

Asnalegt

 
 
Picture
Gylfi Þ. - næstum 3 ár síðan

Það væri nú samt snild að setja einfalt STÆ próf á þetta lið, þó ekki nema til að sjá hvort það sé fjármála læst. :)

 
 

Picture

Andri Franklín Þórarinsson bætti við athugasemd á Fleiri sálfræðinga inn á heilsugæsluna næstum 3 ár síðan

 

Það sem skiptir mestu er kannski ekki hvort sálfræðingarnir eru inni á heilsugæslunni eða ekki, heldur hvort meðferð hjá sálfræðingi sé niðurgreidd af ríkinu eða ekki.
Ég held það sé alveg borðleggjandi að ef sálfræðiþjónusta væri niðurgreidd af ríkinu þá myndu fjölmargir sem nú eru að fá endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri geta stundað vinnu og lækkað þar með útgjöld ríkisins. Það að fleiri fari til sálfræðinga á eftir að minnka eftirspurn eftir þjónustu geðlækna, sem er niðurgreidd af ríkinu, og þar með mun hluti kostnaðarins við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu bara vera tilfærsla á kostnaði.

 
 

Picture

Friðrik Dýrfjörð bætti við athugasemd á Lágmarksframfærsla. næstum 3 ár síðan

 

Hvað er átt við með því að atvinnuleysisbætur megi ekki vera lægri en lágmarksframfærsla? Myndi lágmarksframfærsla ekki koma í stað atvinnuleysisbóta? Er það ekki almennt hugsunin að lágmarksframfærsla séu ein föst fjárhæð sem allir fá greidda, en í stað væri hægt að afnema atvinnuleysis- og öryrkjabótakerfið?

 
 

Picture

Tómas Bragi Jónsson Hauth bætti við athugasemd á Minnka áfengis aldurinn u.þ.b. 3 ár síðan

 

ekki þyrfti að minnka niður í 16 ára fyrir bjór og léttvín, það er bara svona tillaga sem ég lét fylgja með. en í það minnsta finnst mér að minnka ætti niður í 18 ár.

 
 
Picture
Tómas Bragi Jónsson Hauth - næstum 3 ár síðan

rétt er það.

 
 

Picture

Sigurður Oskar kom með hugmyndina Alþingi og ríkistoanfi takki upp ISO / IEC 27001 næstum 3 ár síðan

Picture

Rass Api kom með hugmyndina Beikon!!!! næstum 3 ár síðan

Picture

Haukur Hólmsteinsson bætti við athugasemd á Breyting á kosningalögum - afnám 5% reglu næstum 3 ár síðan

 

Ég hef ekkert gífurlega á móti þröskuldinum, til að mynda hugsa ég að það auðveldi starfhæft ríkisstjórnarsamstarf. Það er samt hneyksli hversu mörg atkvæði týnast og að mínu mati ólýðræðislegt hversu margir einstaklingar eiga ekki fulltrúa á þingi. Þannig aðalmálið finnst mér vera að einstaklingar geti fengið atkvæði sitt flutt ef fyrsta val þeirra nær ekki þröskuldi. Þannig myndi fólk kjósa fyrsta, annað og jafnvel þriðja val og atkvæði þeirra færist frekar en liggja hjá dauðum flokki. Þetta myndi líka fjarlægja vandan við að kjósa ekki minna framboð í ótta við að atkvæði sitt dæmist marklaust.
Það yrði eitthvað í líkingu við þetta http://en.wikipedia.org/wiki/Single_transferable_vote

 
 
Picture
Haukur Hólmsteinsson - næstum 3 ár síðan

nákvæmlega, takk kærlega!

 
 

More...